Hlynur Hallsson

Mikil­vægt

Þrívíð verk

Flokkur:

Innsetning

Ár:

1999

Hlynur fær fólk sem talar mismunandi tungumál til þess að tjá sig á móðurmáli sínu um málefni sem því þykir mikilvægt. Í verkinu blandast viðhorf einstaklinga til þess sem skiptir þá máli og þær brokkgengu leiðir sem í boði eru til að koma því á framfæri. Tungumál er tjáskiptaform þeirra sem skilja það og tala, en innan þess og á milli mála eru fjölmörg blæbrigði. Hlynur bendir á hversu kvik merking allra hluta er, sýnir að hún er afstæð á milli manna og menningarheima og tekur stöðugum breytingum í tíma og rúmi.