Ásmundur Sveinsson

Sæmundur á selnum

Breidd:

70 cm

Hæð:

92 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1927

Verkið er staðsett í höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Þegar Ásmundur hafði dvalið í París gætti áhrifa kúbisma í nokkrum verkum hans, þ. á m. Sæmundi á selnum sem stendur við Háskóla Íslands, við Ásmundarsafn og einnig í Parísarborg. Ásmundur gerði frumgerðina af Sæmundi á selnum í Stokkhólmi árið 1922 og var sú mynd nokkuð frábrugðin þessu verki sem listamaðurinn mótaði í gifs í París 1927. Myndin sýnir Sæmund á baki selsins (Kölska) og hefur hann reitt Saltarann til höggs. Verkið miðlar hreyfingu og krafti augnabliksins þegar Sæmundur keyrir Saltarann í haus djöfulsins. Formrænt byggist verkið á tveimur andstæðum kröftum sem þó mynda eina samfellda heild. Annars vegar er það form selsins, aflíðandi með mjúkum línum, og hins vegar form Sæmundar, hlaðið öflugri hreyfingu og spennu. Þessi andstæðu form eru tengd saman þannig að afturhreifar selsins virka líkt og framlenging á kraftlínu Sæmundar.