
Breidd:
135 cm
Hæð:
108 cm
Flokkur:
Ljósmyndun
Ár:
2022
Landnám er ljósmyndaröð sem Pétur Thomsen hefur unnið að í nokkur ár. Þar er sjónum beint að landsvæðum sem hefur verið raskað og breytt með einum eða öðrum hætti, til að mynda með landnýtingu, námavinnslu, skógrækt, jarðrækt og vegagerð. Ljósmyndirnar eru teknar að næturlægi en ljósmyndarinn lýsir landið upp með flassi til að afmarka sviðið. Við það fá myndirnar á sig vissan eftir-heimsendablæ, þar sem svartur himininn gefur til kynna yfirvofandi vá.