Guðjón Ketilsson

Hlut­verk

Teikningar

Breidd:

40 cm

Hæð:

40 cm

Flokkur:

Teikning

Ár:

2009

Teikningar Guðjóns sýna búslóð sem raðað er haganlega saman til flutnings. Listamaðurinn beinir sjónum að sköpunargleði daglegs lífs, þegar hugvit, rýmiskennd og einhvers konar fagurfræði fara saman. Guðjón tekur gjarnan fyrir byggingarrými, verkfæri og húsgögn og veltir fyrir sér hlutverki þeirra og hliðstæðum við mannslíkamann. Hann vinnur ýmist í teikningar eða skúlptúr.