Ragn­hildur Stef­áns­dóttir

Gísli Hall­dórsson

Breidd:

82 cm

Hæð:

220 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1986

Verkið er staðsett við íþróttamiðstöðina í Laugardal. Verkið er unnið til minningar um Gísla Halldórsson arkitekt sem var heiðursforseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um árabil. Í starfi sínu sem arkitekt teiknaði hann fjölmörg félagsheimili og íþróttamannvirki, m.a. íþróttaleikvanginn í Laugardal og Laugardalshöllina. Þegar listaverkið var unnið kom Gísli til listakonunnar á vinnustofuna hennar og sat fyrir. Verkið var fyrst unnið í gifs en síðar steypt í brons í Englandi. Verkið er raunsæ eftirmynd einstaklings sem markaði spor á sínum ferli og mótaði það umhverfi sem er í kringum verkið.