Nína Sæmundsson

Vegg­mynd

Þrívíð verk

Breidd:

66 cm

Hæð:

79 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

Án ártals

Nína Sæmundsson myndhöggvari nam við hina Konunglegu dönsku listaakademíu í Charlottenborgarhöll á öðrum og þriðja áratug 20. aldar. Hún vakti strax athygli í Danmörku á námsárunum, starfaði um tíma í París en flutti síðan til Bandaríkjanna þar sem hún bjó í þrjá áratugi. Meðal hennar þekktustu verka er skúlptúr af vængjaðri fígúru, Afrekshugur, sem stendur fyrir ofan innganginn að Waldorf Astoria-hótelinu við Park Avenue í New York. Listasafn Reykjavíkur varðveitir þó nokkur verk hennar, þar á meðal útilistaverkin Móðurást í Mæðragarðinum við Lækjargötu og Hafmeyjuna sem stendur í Reykjavíkurtjörn.