Eggert Pétursson

Án titils

Málverk

Breidd:

90 cm

Hæð:

115 cm

Flokkur:

Málverk

Ár:

2001-2003

Nákvæm og allt að því svimandi sýn Eggerts á íslenskan gróður á uppruna sinn í eiginlekum náttúrunnar og eðli mannsins sem túlkar hana. Verkin hans eru máluð yfir langan tíma og í mörgum lögum. Þar festir hann í sessi minningar um dvöl meðal plantna og blóma, sem færðar eru á striga með olíulitum eftir leiðum sem krefjast nákvæmni og þekkingar á efniviðunum: olíunni og náttúrunni. Í ferlinu fyllir hann myndflötinn af villtum blómum, gróðri, lyngi og mosa, og eru verkin hugmyndafræðilegs eðlis um leið og þau tjá ótakmarkað flæmi náttúrunnar. Á milli laga málaðra blóma laumar sér mynd Botticellis af Vorinu og sprettur upp úr bakgrunninum.