Hildur Hákon­ar­dóttir

Rótleysi

Önnur verk

Flokkur:

Textíll

Ár:

1970

Hildur er vefari og byggir aðferðafræði sína á tækni vefsins hvort sem um er að ræða sköpun listaverka eða í öðru starfi. Vefnaður krefst mikillar skipulagshæfni, reiknigetu og framsýni, enda kemst hún svo að orði: „Ef þú kannt að vefa þá kanntu að stjórna fjöldahreyfingu.“ Rauði þráðurinn í lífsspeki Hildar er að alltaf megi leita svara í náttúrunni. Manneskjan, samhengi hennar og samspil við náttúruna er inntak allra verka hennar. Einnig sú hugmynd að hvert og eitt okkar geti haft áhrif til breytinga. Þar hafði hún fyrirmyndir og er nú ein af okkar fyrirmyndum hvað þetta varðar. Listsköpun Hildar, útgáfa, aktívismi, ræktunarstarf og lífsafstaða eru ofin í samfélagsvefnaðinn og til merkis um það að listin hefur áhrif til breytinga.