Magnús Árnason

Homage

Þrívíð verk

Flokkur:

Innsetning

Ár:

2011

Áður fyrr var talið að lífverur gætu kviknað af lífvana efnum. Á 19. öld þótti það afsannað, meðal annars með tilraunum hins franska efnafræðings, Louis Pasteur. Í þessu verki er endurgerð afsönnun hans á sjálfskviknun lífs. Í báðum flöskum er næringarríkur vökvi en örverur berast ekki þangað alla leið inn um langa stútana. Annarri flöskunni var hallað svo vökvinn komst í mengaðan stútinn. Þar leynir sér ekki að líf hefur þrifist, hin stendur jafntær og líflaus og fyrr.