Bjargey Ólafs­dóttir

Ljóskur í París

Önnur verk

Flokkur:

Fjöltækni

Ár:

1999

Á meðan á vinnustofudvöl Bjargeyjar í París stóð tókst hún á við klisjuna um það að vera listamaður að störfum í þessari borg sem skipar svo mikilvægan sess í listasögunni. Verk hennar er skyggnumyndasýning með undirleik og veitir innsýn í samskipti tveggja ungra íslenskra kvenna við franskan karlmann. Sagan er óljós enda virðist gripið inn í mitt djammkvöld þar sem stemningin rambar á mörkum glæsileika og sjúsks, úthverfu og sjálfhverfu. Tónlistina við myndina gerði Kristján Eldjárn gítarleikari. Hún er leikin á tveimur tækjum sem ekki eru samstillt og magnar þannig togstreituna og vandræðaganginn í myndunum.