Kristín Gunn­laugs­dóttir

Rauður draumur

Breidd:

200 cm

Hæð:

160 cm

Flokkur:

Málverk

Ár:

1990

Verk Kristínar taka mið af ítölsku miðaldamálverki hvað varðar tækni og myndmál. Rauður draumur birtir konu í forgrunni myndar, unna með stílfærðri teikningu, í óskilgreindum draumaheimi. Verkið hefur yfir sér dulúðugan blæ og vekur upp hugrenningatengsl við andleg og trúarleg málefni. Sterkur rauður liturinn og gyllingin auka á táknsæi myndefnisins.