Breidd:
33 cm
Hæð:
220 cm
Flokkur:
Innsetning
Ár:
1996
Verk Ástu má skilja sem „eins konar vegabréf um tilveruna", eins og hún orðar það sjálf í sýningarskrá. Sagt er að grundvöllur vináttu sé að kunna að hlusta og hér hefur listamaðurinn skapað minnisvarða um þennan mikilvæga eiginleika í mannlegum samskiptum. Ásta vinnur verk í alla mögulega miðla en skúlptúr og innsetningar hafa löngum verið hennar sérgrein.