Ubaldo, Melanie

Er einhver Íslend­ingur að vinna hér?

Málverk

Breidd:

350 cm

Hæð:

600 cm

Flokkur:

Málverk

Ár:

2018

Setningin „Er einhver Íslendingur að vinna hér?“ er máluð á stórt tjald sem er saumað saman úr mörgum hlutum. Setningin þýðir í raun að ekki sé mark takandi á öðrum en þeim sem tilheyra sama samfélagshópi. Með verkinu bendir Melanie á að það sem kann að vera sagt í hugsunarleysi getur virkað útilokandi á aðra í samfélaginu. Sjálf er hún íslendingur af filippeyskum uppruna.