Ásmundur Sveinsson

Dýrkun

Breidd:

60 cm

Hæð:

76 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1940

Verkið er staðsett í höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Allnokkrar myndir Ásmundar sýna tengsl móður og barns og er hlutverk móðurinnar áberandi. Konan var Ásmundi mikill innblástur og ólíkar hliðar hennar birtast í mörgum verkum hans. Eins og í verkinu Dýrkun birtist konan iðulega í líki hinnar göfugu móður/madonnu sem umvefur barn sitt kærleika og vernd.