Þorbjörg Páls­dóttir

Dans­leikur

Breidd:

350 cm

Hæð:

210 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1970

Verkið er staðsett við Perluna í Öskjuhlíð. Dansleikur samanstendur af fjórum um tveggja metra háum bronsstyttum. Þorbjörg vann listaverkið árið 1970 en gaf Reykjavíkurborg það árið 1995. Efnisnotkun listakonunnar gefur verkunum grófa og hráa áferð en eykur um leið áhrifamátt þeirra og gerir þau tímalaus. Framsetning þeirra, þar sem hún tengir innbyrðis fleiri einstaklinga, minnir á innsetningar. Verk Þorbjargar sýna ætíð manneskjur í mismunandi stellingum, eina eða fleiri saman. Stærðin er oftast nokkuð ýkt, en manneskjurnar líta oft út fyrir að vera í réttri stærð þegar þær eru skoðaðar í hæfilegri fjarlægð. Holrúmið í verkum Þorbjargar, bæði í höfðum og búkum, gerir það að verkum að líkamarnir losna við allt ónauðsynlegt rúmtak fram yfir það sem þeim er nauðsynlegt til þess að standa undir eigin stellingu.