Hlynur Helgason

Frá Ártúns­holti vestur Miklu­braut að Granda með hugs­unum

Önnur verk

Flokkur:

Fjöltækni

Ár:

1999

Verk Hlyns byggist á bílferð í gegnum höfuðborgina eftir endilangri Miklubraut. Myndin er samsett þannig að einn hlutinn sýnir ferðalagið en hinn sýnir borgarlandslagið með öðrum hætti, dvalist er lengi við sum myndefnin og þau gaumgæfð hæglátlega. Það er eins og listamaðurinn sé að endurspegla ólíka eiginleika athyglisgáfu og minnis annars vegar en hins vegar tæknilega möguleika vídeómiðilsins þar sem tökumaðurinn hefur stjórn á sjónarhorni og hraða. Verkið var fyrst sýnt ásamt öðru áþekku myndbandi þar sem ,ferðalagiðʻ átti sér stað innanhús á sveitabæ.