Flokkur:
Skúlptúr
Ár:
2022
Nafn verksins vísar til norrænar goðafræði en Himinglæva var dóttir sjávargyðjunnar Ránar og sjávarguðsins Ægis. Verkið framkallar tóna þegar vindurinn blæs en tónarnir eru breytilegir eftir krafti vindsins. Verkið var afhjúpað við Hörpu þann 7. maí 2022. Það var valið í samkeppni um list í opinberu rými við Hörpu árið 2008 og var gjöf frá íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg í tilefni af 10 ára afmæli Hörpu. Þar sem verkið er eins konar hljóðfæri hæfir listaverkinu vel að vera við Hörpu.