Ósk Vilhjálms­dóttir

Pumpa

Önnur verk

Flokkur:

Fjöltækni

Ár:

2012

Á tveimur skjám er fylgst með ólíkum athöfnum, sem eru daglegt brauð en virðast við fyrstu sýn eiga fátt sameiginlegt. Þær endurspegla tæknilegar úrlausnir í landbúnaði og samgöngum sem gera okkur kleift að lifa í nútíma neyslusamfélagi. Önnur myndin er frá kúabúi þar sem kýr eru mjólkaðar með mjaltavélum, sjálfvirkum dælum, og hin sýnir tankbíl dæla eldsneyti inn í dælukerfi á bensínstöð. Þessar athafnir eru alla jafna ósýnilegar neytendum og þykja sjálfsagður hlutur en með því að beina sjónum að þeim vekur Ósk áhorfendur til umhugsunar um þá hringrás og þau kerfi sem við hrærumst í. Hún vekur máls á því hver tengsl okkar séu við gjafir náttúrunnar og hvort hringrásin í dælukerfum nútímasamfélags sé eilíf.