
Flokkur:
Innsetning
Ár:
2022
Í marglaga verkum sínum kannar Hildigunnur hugmyndir um fegurð, notagildi og samhengi hlutanna. Verk hennar eru hvating til áhorfandans til að efast um jafnvægið á milli skynjunar og raunveruleika. Með því að tefla fram hversdagslegum hlutum, eins og tökkum úr lyklaborði og spreybrúsum, í óvæntum stærðum eða úr framandi efnum undirstrikar Hildigunnur kunnuglega eiginleika þeirra en dregur um leið notagildið í efa. Bjögunin undirstrikar skúlptúrískt gildi hinna upprunalegu hluta og fagnar fegurðinni sem felst í því sem fæstir gefa gaum.