Haraldur Jónsson

Íslenskt málver

Breidd:

60 cm

Hæð:

51 cm

Flokkur:

Ljósmyndun

Ár:

1996

Tungumál verður annað og meira en samskiptaform í verkum Haraldar. Einkum hefur hann áhuga á máltöku barna sem og því þegar fullorðnir tileinka sér nýtt tungumál. Á þessari vegferð inn í veröld tungumálsins sér Haraldur það sem skúlptúr eða rými. Hann tók sem dæmi myndir af nemendum af erlendum uppruna að læra íslensku. Í verkinu Íslenskt málver (1996) má sjá fólk í skólastofu með heyrnartól á eyrum þar sem kennslan gengur út á að endurtaka þau orð sem lesin eru upp.