Sirra Sigrún Sigurð­ar­dóttir

Heið­mörk 21.12.2021-22.12.2022

Flokkur:

Grafík

Ár:

2023

Sirra Sigrún fangar sólarganginn yfir heilt ár á ljósnæman pappír með pin-hole myndavélum sem staðsettar voru í Heiðmörk. Ljósopin voru opin frá 21. desember 2021 til 22. desember 2022. Ljósið lýsti beint á ljósnæman pappír inni í þremur áldósum og sneru þær til ólíkra átta. Birkiöskjurnar varðveita pappírinn og innrammaðar ætingar eru unnar eftir ljósmyndunum.