Sigurjón Ólafsson

Ólafur Thors (1892-1964)

Hæð:

300 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1967-1968

Verkið er staðsett við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Styttan af Ólafi Thors forsætisráðherra eftir Sigurjón Ólafsson var vígð framan við Ráðherrabústaðinn í Reykjavík árið 1969. Ólafur Tryggvason Thors (1892-1964 ) var forsætisráðherra Íslands samanlagt í um það bil áratug og formaður Sjálfstæðisflokksins lengur en nokkur annar, eða í 27 ár. Ólafur var sonur danska athafnamannsins Thors Jensen og bróðir Thors Thors, sendiherra og fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Líkt og tíðkast um aðra minnisvarða frá þessum tíma stendur Ólafur Thors á háum stalli og horfir íbygginn og einbeittur yfir Tjörnina í átt að æskuheimili sínu við Fríkirkjuveg 11 sem er meðal glæsilegustu einbýla borgarinnar.