Breidd:
400 cm
Hæð:
500 cm
Flokkur:
Skúlptúr
Ár:
1961
Verkið er staðsett við Menntaskólann í Reykjavík. Verkið er í eigu Menntaskólans í Reykjavík. Ásmundur gerði Andlit sólar í Reykjavík árið 1961 og er það unnið í kopar. Verkið var stækkað áttfalt árið 1969 og sett upp framan við Menntaskólann í Reykjavík sama ár. Andlit sólar er óhlutlæg táknmynd, sett saman úr hringformum, þríhyrningum og línum sem skara rýmið. Formrænt séð fjallar verkið um rými og hreyfingu. Stóra hringformið afmarkar ákveðið rými sem er endurtekið í minni hringformum inni í myndinni. Þetta kyrrstöðuform – hringurinn – er síðan brotið upp með hvössu þríhyrndu flatarformi og línum sem krussast í gegnum verkið. Enn sem fyrr í verkum Ásmundar eru formin hlaðin merkingu. Stóra hringformið er sólin og þríhyrningsformið er jörðin. Línurnar sem ganga í gegnum verkið eru sólargeislar. Andlit sólar er óður til sólarorkunnar sem er forsenda alls lífs á jörðinni.