Magnús Pálsson

Ferð

Grafík

Breidd:

1.6 cm

Hæð:

60 cm

Flokkur:

Innsetning

Ár:

1965/94

Magnús Pálsson (f. 1929) tók virkan þátt í framúrstefnu íslenskrar leik- og myndlistar á 6. og 7. áratug 20. aldar og átti m.a. í farsælu samstarfi við Dieter Roth og síðar SÚM-hópinn. Magnús hefur haft rík áhrif á íslenska samtímalist, m.a. í gegnum kennslustörf sem hann sinnti um árabil, en hann átti, ásamt Hildi Hákonardóttur, frumkvæði að stofnun nýlistadeildar við Myndlista-og handíðaskóla Íslands. Magnús var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist 1980. Árið 1994 var sett upp yfirlitssýning á verkum hans á Kjarvalsstöðum. Frumgerð verksins Ferð er í eigu Nýlistasafnsins en var endurgert vegna sýningar Magnúsar Pálssonar að Kjarvalsstöðum 1994. Verkið er gert úr 63 stökum tússteikningum sem er skeytt saman. Teikningarnar eru prentaðar aftur og aftur og hver yfir aðra á langa pappírsörk svo úr verður til nokkurs konar veggfóður. Verkið snýst ekki síst um þá ferð sem vinnan við það felur í sér og útkomuna því að í hvert skipti sem það er gert er útkoman öðruvísi. Mögulegt er að tengja vinnuaðferð þess við annað verk í þessum sal sem kallast Kál þar sem teikningum er skeytt saman og þær prentaðar á svipaðan máta.