Haraldur Jónsson

Fontar

Þrívíð verk

Breidd:

60 cm

Hæð:

100 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1996

Tungumál verður annað og meira en samskiptaform í verkum Haraldar. Einkum hefur hann áhuga á máltöku barna sem og því þegar fullorðnir tileinka sér nýtt tungumál. Á þessari vegferð inn í veröld tungumálsins sér Haraldur það sem skúlptúr eða rými. Verkið Fontar er úr tjörutexi og myndar í þrívítt form hina séríslensku bókstafi, Þ og Ð. Orðaleikur heitisins leynir sér ekki, skúlptúrarnir byggjast á stafagerð og minna um leið á brunna.