Schou, Júlíus

Hall­gríms­harpan

Breidd:

25 cm

Hæð:

40 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1885

Verkið er staðsett við Dómkirkjuna. Verkið er í eigu Dómkirkjunnar. Hallgrímsharpan eftir Júlíus Schou steinsmið var afhjúpuð norðan við Dómkirkjuna í Reykjavík árið 1885. Harpan sjálf er ekki ýkja há en stendur efst á tæplega fimm metra háum ferstrendum bautasteini. Verkið er tilvísun í Hallgrím Pétursson (1614-1674) prest og mesta sálmaskáld Íslendinga. Í dag er Hallgrímur Pétursson þekktastur fyrir Passíusálma sína sem voru fyrst gefnir út á prenti árið 1666.