Jóhann Eyfells

Íslands­varðan

Breidd:

220 cm

Hæð:

250 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

2003-2006

Verkið er staðsett við Sæbraut. Verk Jóhanns Eyfells er afrakstur tilrauna með að hella fljótandi málmi ofan í jarðvegsmót. Hann gróf holu í jarðveginn og verkið er í raun afsteypa hennar á hvolfi. Ófyrirséð samspil ýmissa þátta í ferlinu leiðir til óvæntrar niðurstöðu. Verkinu má líkja við Reykjavíkurvörðuna sem hann vann árið 1969 og stendur á Klambratúni. Verkin bera senn í sér mynd vörðunnar og hrauns sem hleðst upp og storknar í slíkri kynjamynd. Hugmyndin að vörðunum er tenging við vörður sem vegvísa aldanna. Þótt Jóhann Eyfells hafi eytt megninu af starfsævi sinni vestanhafs er tengingin við Ísland augljós, bæði við jarðfræði og sögu.