Kristinn G. Harð­arson

Útsaumur

Önnur verk

Breidd:

26.5 cm

Hæð:

35 cm

Flokkur:

Textíll

Ár:

1996-2001

Eins og heiti verkanna gefur til kynna eru þau útsaumsverk, saumuð með einlitum, dökkum þræði í ljósan bómullardúk. Verkin sýna grunnflöt íbúða og segir listamaðurinn þau „lýsa draumnum um hinn fullkomna íverustað.“ Nákvæmnin í handavinnunni dregur fram huglægni og skilar sérstakri tilfinningu á mörkum hins persónulega og almenna. Nærumhverfið er Kristni hugleikið í verkum sínum; heimilið, fjölskyldulífið og hversdagsleikinn.