Helgi Gíslason

Minn­is­varði um hjónin Thor Jensen og Margréti Þorbjörgu Kristjáns­dóttur

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1988-1989

Verkið er staðsett í Fríkirkjuvegsgarði. Minnisvarðinn um hjónin Thor Jensen og konu hans Margréti Þorbjörgu Kristjánsdóttur stendur í Hallargarðinum, skammt frá íbúðarhúsi þeirra á Fríkirkjuvegi 11, sem reist var á árunum 1907-08. Thor (1863-1947) var danskur athafnamaður sem fluttist ungur til Íslands og varð þjóðþekktur fyrir umsvif sín. Það má segja að hann sé maður tveggja alda en þekktastur er hann fyrir umsvif sín á fyrri hluta 20. aldar. Upphaflega stofnaði hann verslun á Íslandi, þá lét hann til sín taka í sjávarútvegi og stofnaði útgerðarfélagið Kveldúlf og síðar kom hann á fót Korpúlfsstöðum, einuglæsilegasta stórbýli á Íslandi þess tíma. Höggmyndin er með miðjustólpa eða súlu sem eins konar kennileiti í umhverfinu. Súlan er að hluta til lágmynd af Thors hjónunum. Umhverfis hana eru þrír stöplar sem tákna lífsstarf Thors Jensen til sjávar, sveitar og kaupskapar.