Breidd:
38 cm
Hæð:
58 cm
Flokkur:
Skúlptúr
Ár:
1962
Verkið er staðsett við Fríkirkjuveg. Brjóstmyndin er af Gunnari Thoroddsen, fyrrum forsætisráðherra, sem er fæddur og uppalinn við Fríkirkjuveg 3. Faðir Gunnars, Sigurður Thoroddsen, var fyrsti íslenski verkfræðingurinn og lét byggja húsið árið 1905. Gunnar var lögfræðingur að mennt, prófessor við Háskóla Íslands, hæstaréttarlögmaður, borgarstjóri Reykjavíkur, fjármálaráðherra, iðnaðar- og félagsmálaráðherra og forsætisráðherra. Gunnar bauð sig einnig fram til forseta árið 1968 þegar Kristján Eldjárn náði kjöri. Gunnar var í fararbroddi íslenskra stjórnmála um margra áratuga skeið og gustaði oft um hann. Brjóstmyndin er á háum stöpli eins og hefðinni sæmir og er Gunnar mjög svo ábúðarmikill að sjá. Ljósmyndir af honum sýna þó að hann virtist í lifanda lífi mun blíðari ásýndum. Gunnar lést í september árið 1983.