Ólafur Ólafsson og Libia Castro

Bosbolo­bos­boco #5

Þrívíð verk

Breidd:

160 cm

Hæð:

180 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

2005

Skúlptúrinn er úr viði og klæddur með límbandi (fyllt með pappa og efnisbútum). Þar eru leiknar hljóðupptökur af tveimur sjálfsævisögulegum frásögnum sem áhorfendum er boðið að hlusta á sitjandi eða liggja í skúlptúrnum. Frásagnirnar tvær eru frá Godson, Nígerískum innflytjanda á Íslandi og Valborgu, ljósmóður á eftirlaunum. Valborg segir frá löngum ferli sínum, hún hóf störf sem ljósmóðir 21 árs gömul og tók samtals á móti 167 börnum. Saga hennar fer með okkur í ferðalag um Austurland, og í gegnum tímann. Við kynnumst umhverfinu, aðstæðum, fólki og staðbundnu samhengi fyrr og nú. Hin upptakan er frá nígerískum löggiltum endurskoðanda sem fluttist til Íslands. Hann segir frá ferð sinni og persónulegri reynslu sem innflytjandi á Íslandi, sem og hugmyndum sínum um sjálfsmynd, fólksflutninga, vinnu, réttindi og tungumál.