Svava Björns­dóttir

Arcus I

Þrívíð verk

Breidd:

168 cm

Hæð:

168 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

2004

Í fljótu bragði virðast lágmyndir Svövu þungar og massífar en þær eru í raun fisléttar. Þær eru úr pappírsbeðmi, eða sellulósa, og ljáir listamaðurinn þeim lit með litadufti. Við gerð verksins notar hún form skorin út í frauðplast þar sem skipulagðar formfléttur eru lagðar upp eftir fyrirfram gerðum áætlunum. Með formi verksins ásamt áferð og lit sellulósans veldur verkið sjónhverfingu þar sem erfitt er að greina hvort um tví- eða þrívídd er að ræða. Veggmyndir Svövu og frístandandi skúlptúrar kallast á við byggingarlist og málverkahefð. Geometrísk form eru í fyrirrúmi ásamt því að litur leikur stórt hlutverk. Með verkunum sínum vitnar listamaðurinn í mínimalískar hefðir en tekur þó snúning á þær með því að leika sér að óræðni efnis og forms.