Breidd:
57 cm
Hæð:
72 cm
Flokkur:
Skúlptúr
Ár:
1946
Þessa mynd gerði Ásmundur fyrst í gifs en steypti síðan í brons. Í þessu verki hefur listamaðurinn horfið frá hefðbundinni náttúrulíkingu og minnir formskriftin fremur á form og fyrirbrigði úr náttúrunni – landslag sem er sorfið af veðrum og vindum. Myndefnið sækir Ásmundur, líkt og í fleiri verkum frá þessum tíma, í íslenskar þjóðsögur. Ekki er þó vitað hvort listamaðurinn hefur viljað lýsa einhverjum sérstökum galdramanni. Við verðum því að túlka hann í almennri merkingu. Um galdramenn í íslenskum þjóðsögum segir Sigurður Nordal í þriðja bindi Þjóðsagnabókarinnar: „Galdramenn urðu að nema kúnstir sínar, í Svartaskóla, af eldri galdramönnum eða bókum, eins og t.a.m. Gráskinnu eða Rauðskinnu. Þeir urðu lærðir, fróðir, vissu lengra en nef þeirra náði, kunnu meira en sitt faðirvor o.s.frv.“