Dýrfinna Benita Basalan

Mismunun

Breidd:

300 cm

Hæð:

95 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

2023

Vegasaltið er tákn um ójafnvægi í samfélaginu, þar sem annar endinn er hátt uppi og hinn er fastur á jörðu niðri. Þessi sjónræna myndlíking vísar til misskiptingar á auði og auðlindum, og hefur sú misskipting viðvarandi áhrif á samfélög um allan heim. Ætlun listamannsins er að varpa ljósi á krefjandi veruleika sem jaðarsettir einstaklingar standa frammi fyrir. Verkið er tileinkað móður listamannsins, sem filippseyskur innflytjandi og einstæð móðir, en hún hefur háð ævilanga baráttu við fátækt og lélegt heilsufar. Verkið minnir á hvetjandi eiginleika hennar og vekur athygli á þeim óteljandi einstaklingum sem þrauka, full af reisn og örlæti, þrátt fyrir mótlæti.