Magnús Tómasson

Dropar

Breidd:

150 cm

Hæð:

200 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1976

Verkið er staðsett við Suðurlandsbraut 18. Verkið er í eigu Olís. Listaverkið Dropar samanstendur af skúlptúr og lágmynd við byggingu Olíufélagsins að Suðurlandsbraut 18. Verkið var unnið á sama tíma og verið var að byggja húsið og vann Magnús það í náinni samvinnu við arkitekta hússins, Guðmund Kr. Kristinsson og Ferdinand Alfreðsson. Þegar verkið var kynnt til byggingarnefndar var olíukreppan í algleymingi og Magnús lét þau orð falla að verkið væri vísun í síðustu olíudropana í heiminum, enda svipar formunum til dropa. Þetta var fyrsta utanhússskreyting Magnúsar.