Gabríela Frið­riks­dóttir

Septem

Breidd:

137 cm

Hæð:

122 cm

Flokkur:

Málverk

Ár:

2008

Gabríela Friðriksdóttir (f. 1971) útskrifaðist frá skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1997 og stundaði nám í AVU akademíuna í Prag, veturinn 1998. Hún vinnur jöfnum höndum með teikningar, málverk, skúlptúr, innsetningar og myndbandsverk. Verk Gabríelu eru oft á mörkum raunveruleika og ímyndunar eða á mörkum hins óhlutbundna og hins hlutbundna og vinnur hún gjarnan útfrá ýmsum andlegum kerfum, fornum og nýjum.  Í verkum hennar er samstarf á milli hinna ýmsu listgreina einkennandi og hún vinnur gjarnan stærri verk sín og innsetningar með tónlistarmönnum, dönsurum, kvikmyndagerðamönnum og arkitektum.