Ásmundur Sveinsson

Undir friðar og land­námssól

Breidd:

270 cm

Hæð:

420 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1972

Verkið er staðsett við Miklubraut. Verkið var fyrst gert árið 1972 og svo stækkað árið 1974 en Íslenska álfélagið pantaði verkið af listamanninum til að gefa íslensku þjóðinni í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Fyrst stóð það á Bæjarhálsi í Árbæ en var síðar flutt að Miklubraut gegnt Rauðagerði, þar sem það stendur nú. Þetta verk er síðasta stóra verk Ásmundar og hét upphaflega Ljóð til fjallkonunnar. Hann lýsti verkinu svo: „Ég geri fjöllin að hörpum, set sólina í miðju og svo eru sumir sem segja mér – það er nú alveg óvart – að friðartáknið sé í sólinni líka.“ Verkið hlaut því fljótlega það nafn sem það ber í dag, Undir friðar- og landnámssól, þar sem vísað er í friðartáknið.