Breidd:
39 cm
Hæð:
95 cm
Flokkur:
Skúlptúr
Ár:
1928
Höggmyndin var skólaverkefni þegar Ásmundur nam í nokkra mánuði við Académie Julien í París árið 1928. Myndin er af nöktum manni, hún er fyrst og fremst einföld anatómíustúdía og sýnir glöggt listmennt og þekkingu Ásmundar á grundvallaratriðum höggmyndalistarinnar. Þetta verk er sérstaklega athyglisvert sem hlutlaus viðmiðun við þær formskriftir sem síðar áttu eftir að einkenna verk Ásmundar. Um verkið sagði Ásmundur í samtali við Matthías Johannessen í Bókinni um Ásmund: „Þetta er ljósmyndun ... Ég gerði þessa styttu að gamni mínu í París til að æfa mig á sem flestum fyrirmyndum. ... Þetta var góð æfing, góður skóli. Og nauðsynlegur. Það er gott að kynnast sjálfum sér, komast að raun um hvað maður getur“ (bls. 36).