Rúrí

Tortími

Þrívíð verk

Breidd:

100 cm

Hæð:

250 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

2008

Verkið er búið til úr ljósmynd sem listakonan tók af fossi. Þessi foss er ekki lengur til, því hann hvarf þegar ákveðið var að virkja ána til raforkuvinnslu. Þegar áhorfandinn nálgast verkið kviknar á teljara sem setur af stað tætara. Smám saman tætist myndin upp og eyðileggst. Í verkinu fjallar Rúrí um flókin tengsl manns og náttúru.