Eggert Pétursson

Flora Islandica

Breidd:

29.7 cm

Hæð:

42 cm

Flokkur:

Bóklist

Ár:

2008

Áhugi Eggerts á grasafræði hefur frá upphafi verið leiðarstef í verkum hans, en hann vann bókverk með pressuðum blómum og sýndi ljósmyndir af jurtum áður en hann sneri sér að málverkunum. Mikilsverður áfangi á listrænum ferli hans voru teikningar sem hann vann fyrir bókina Íslensk flóra með litmyndum eftir Ágúst H. Bjarnason sem út kom árið 1983. Þessi bók sýnir flóruteikningar Eggerts í heild sinni og var gefin út í 500 tölusettum og árituðum eintökum árið 2008 af Crymogeu. Teikningunum er raðað í grasafræðilegri röð og hverri teikningu fylgir texti Ágústs H. Bjarnasonar um viðkomandi háplöntu.