Breidd:
120 cm
Hæð:
270 cm
Flokkur:
Skúlptúr
Ár:
1988
Verkið er staðsett við Bólstaðarhlíð. Þetta nafnlausa verk á margt líkt með eldra verki Hallsteins, Maður og kona I, frá árinu 1968. Verkin eru bæði nokkuð greinilega byggð á hugmyndum um samspil tveggja mannslíkama. Tveir hlutar sameinast og mynda órjúfanlega heild. Karlhlutinn er stærri og sterklegri og umlykur kvenhlutann á verndandi hátt. Verkið er steinsteypt, ólíkt flestum útilistaverkum Hallsteins sem eru úr málmi.