Ólöf Páls­dóttir

Tónlist­ar­mað­urinn

Breidd:

125 cm

Hæð:

130 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1970

Verkið er staðsett við Hörpu, tónlistarhús. Tónlistarmaðurinn stóð upphaflega við Hagatorg eða frá 1977. Á þeim tíma var Háskólabíó helsti tónlistarsalur landsins og aðsetur Sinfóníuhljómsveitarinnar. Segja má að verkið hafi flust með Sinfóníunni og þann 4. september 2014 var henni komið fyrir fyrir framan tónlistarhúsið Hörpuna við Reykjavíkurhöfn. Fyrirmyndin var sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson. Hann sat fyrir við gerð styttunnar og urðu Ólöf og Erling ásátt um að hann myndi spila á meðan hún vann. Ólöf sagðist sjaldan eða aldrei hafa notið þess eins vel að vinna nokkurt verk, enda ekki öll módel sem gætu gefið svo mikið til baka á meðan unnið væri. Mannslíkaminn var helsta viðfangsefni Ólafar alla tíð. Hún þótti skara fram úr með einföldum og tjáningarríkum myndum sínum. Erlingur situr og spilar á sellóið sitt. Verkið er raunsætt fyrir utan það að Ólöf sleppir að móta strengina.