Ásmundur Sveinsson

Kossinn

Breidd:

66 cm

Hæð:

118 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1924

Verkið er staðsett í höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Í þessu verki sem unnið var á námsárum Ásmundar í Svíþjóð tekur hann ákvörðun um að hverfa frá hinni hefðbundnu skólasýn á gerð höggmynda og tileinkar sér persónulegri formskrift. Hann hafnar akademískum reglum og leggur áherslu á massann og línuna og einfaldar allt skraut og smáatriði. Verkið byggist á lóðréttum og láréttum kröftum og andstæðum milli spennu og hvíldar.