Steinunn Þórar­ins­dóttir

Rætur

Breidd:

100 cm

Hæð:

175 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

2000

Verkið er staðsett í Bankastræti. Rætur samanstendur af tveimur manneskjum er standa hvor andspænis annarri. Þær eru ekki heilar heldur í einhvers konar fjötrum fyrir neðan mitti. Kannski standa þær inni í stöplinum sínum? Hendur eru með síðum og önnur mannveran lýtur höfði en hin horfir upp. Mörg verka Steinunnar er að finna á opinberum vettvangi og sýna þau flest manneskju í fullri stærð sem ýmist býður náttúruöflunum birginn eða stendur hokin og umkomulaus og fær áhorfandann til að íhuga einmanaleika manneskjunnar. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) gaf Reykvíkingum Rætur sem stendur neðarlega í Bankastræti.