Breidd:
110 cm
Hæð:
94 cm
Flokkur:
Skúlptúr
Ár:
1979
Verkið er staðsett við Kvennadeild Landspítalans. Höggmyndin var afmælisgjöf Reykjavíkur til Fæðingarheimilisins. Verkið er raunsætt sem nær að fanga augnablikið á einlægan og fallegan hátt. Móðirin er sterkleg og hefur allt sem barnið þarf til að þrífast fyrstu æviárin, móðurlega ást, sem og styrk til að verja barnið fyrir umheiminum. Það er enginn hávaði í myndum Tove heldur fegurð hins formræna og samþjappaða einfaldleika.