
Flokkur:
Innsetning
Ár:
2021
Innsetningin Future Cartography XI samanstendur af þremur landakortum sem sýna afmörkuð strandsvæði í þremur heimsálfum. Eitt kortanna sýnir Bangladesh við Bengalflóa, þéttbýlasta svæði jarðar, ásamt aðliggjandi ströndum Indlands og Myanmar. Annað kort sýnir austurströnd Norður-Ameríku við Atlantshafið, og hið þriðja sýnir suðvesturhluta Íslands. Við gerð kortanna styðst Rúrí við gögn úr alþjóðlegum gagnagrunnum, m.a. gervihnattamælingar, til að draga fram hugsanlega framtíðarsýn þar sem hækkandi sjávarborð mótar strandlínur landa. Kortin sýna þær breytingar sem gætu orðið um allan heim ef Suðurskautsísinn, Norðurskautsísinn, Grænlandsísinn og allir fjalljöklar heims bráðna vegna yfirstandandi loftslagshamfara.