Nína Gauta­dóttir

Mosa­barð

Önnur verk

Breidd:

220 cm

Hæð:

280 cm

Flokkur:

Textíll

Ár:

1976

Á síðari hluta áttunda áratugarins vakti Nína Gautadóttir athygli bæði hér heima og erlendis fyrir stór og efnismikil, ofin verk sem hún vann úr ýmsum efnum með aðferð sem hún þróaði sjálf. Mikilfengleg garnbendan sem blasir við áhorfandanum hér minnir á kraumandi lífríkið þegar horft er ofan í svörðinn. Verkið er ágengt og lífrænt þar sem angar þess hlykkjast um á fletinum í misþykkum snúrum og lykkjum sem skapa dýpt.