Bryndís Snæbjörns­dóttir / Mark Wilson

nanoq: flat out and bluesome / Bristol

Breidd:

70 cm

Hæð:

70 cm

Flokkur:

Ljósmyndun

Ár:

2006

Þetta verk er hluti af seríu sem samanstendur af 32 ljósmyndum. Á árunum 2001-2006 gerðu Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson rannsókn á uppstoppuðum ísbjörnum í Bretlandi. Markmiðið var að hafa þar uppi á öllum uppstoppuðum ísbjörnum, kanna sögu hvers og eins og afla upplýsinga eins og staðsetningu, tíma og einstaklinga sem tengjast dauða þeirra eða veiði. Þau sóttu um leyfi til að ljósmynda birnina en þá var að finna t.d. í söfnum, geymslum, einkaheimilum, jafnvel ruslahaugum. Listamennirnir vilja skoða hvers konar hugmyndir borgarbúar hafa um náttúruna og til þess skoða þau ýmis tengsl þeirra við dýr.