Hall­steinn Sigurðsson

Ris I

Breidd:

300 cm

Hæð:

300 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1981

Verkið er staðsett í Hallsteinsgarði í Grafarvogi. Tvö verk úr verkaröð Hallsteins, Ris, frá níunda áratuginum, er að finna í Hallsteinsgarði í Grafarvogi. Listaverkið Ris I er tignarlegur málmskúlptúr með þremur öngum. Tveir þeirra teygja sig til himins en sá þriðji bognar líkt og krepptur þumall. Ris I var unnið árið 1981 en Ris V tveimur árum síðar. Bæði sýna fremur einföld form sem hafa þó verið bjöguð með þeim hætti að mikil spenna myndast í þeim. Það er engu líkara en þunglamalegir stálskúlptúrarnir séu að reisa sig eða teygja sig upp til himins. Þessi hreyfing í stöðugu efni og grunnformum er viðfangsefni fjölmargra verka listamannsins.