Ásmundur Sveinsson

Barnið og fisk­urinn / Drengur með fisk

Breidd:

25 cm

Hæð:

88 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1945

Verkið er staðsett við Laugarnesskóla. Verkið gengur undir tveimur nöfnum, annars vegar Barnið og fiskurinn og hins vegar Drengur með fisk. Það stendur við skólabyggingu Laugarnesskóla sem Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkur, teiknaði. Ásmundur Sveinsson var fenginn til að vinna 23 myndir úr skeifnajárni í handrið í miðrými innan skólans, auk verksins Lampi við stigagang á efstu hæð. Verk Ásmundar, Drengur með fisk, er í þeim dæmigerða stíl sem listamaðurinn vann á þessum tíma. Gagnþétt verk þar sem drengurinn og fiskurinn mynda nær eina heild.